Matjurtagarðar til leigu í sumar

Líkt og undanfarin ár gefst Akureyringum kostur á að leigja matjurtagarða af sveitarfélaginu í sumar og rækta eigið grænmeti.

Garðarnir eru staðsettir við Ræktunarstöð Akureyrarbæjar við Krókeyri (rétt innan og ofan við Iðnaðarsafnið og Gömlu gróðrarstöðina við Krókeyri).

Þetta eru um 15 fermetra matjurtagarðar sem hver og einn hefur til umráða, og kostar 5.300 krónur að leigja garð. Innifalið eru leiðbeiningar og ráðgjöf.

Matjurtagarðarnir eru eingöngu ætlaðir íbúum sem hafa lögheimili á Akureyri.

Sótt er um á þjónustugátt Akureyrarbæjar.

Umsóknarfrestur er til og með 12. mars n.k.

Athugið að takmarkað magn er til úthlutunar, en eftir að umsóknarfrestur rennur út verður lausum görðum úthlutað.

Frekari fyrirspurnir má senda á netfangið gardur@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan